Wednesday, March 14, 2012

Var í málaratíma í kvöld.

Var í málaratíma í kvöld og svei mér þá það voru bara 3 nokkuð góðar
vatnslitamyndir sem ég fór með heim.
Stundum er eins og litirnir máli sig sjálfir.

Verð fljótlega að kaupa fleiri liti .
Er allavega komin með 5  góðar myndir fyrir  Japan.þá eru bara 19 eftir.

Sunday, March 11, 2012


Hvaða risaandlit er þetta

Blönduð tækni.

Japans-verkefnið 2012.

Í dag byrjaði ég að mála vatnslitamyndir sem ég ætla með til Japans næsta ár .Ég
ætla að mála 24 fínar myndir frá Íslandi  og sýna og selja í Tokyo í mars 2013 og allur ágóði á að fara til barna sem misstu allt í jarðsjálftanum í Japan  fyrir nákvæmlega einu ári síðan.

Ég ætla að vera bjartsýn og veit að allt hefst með góðum undirbúning og hjálp frá Lofti og vinum mínum hér heima og í Japan.

Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir.

Byrjaði formlega að mála fyrir Japans-verkefnið í dag 3/11 2012



Þessi mynd er kominn til Japans.